9.jpg

 SLIPPURINN VESTMANNAEYJAR

hefur lokað eftir 14 ógleymanleg tímabil

TAKK FYRIR SÍÐUSTU 14 ÁR

Við munum halda áfram að reka systurstað okkar “næs” hér í Vestmannaeyjum yfir sumartíman

Vefsíða næs fyrir frekari upplýsingar

BÓKA BORÐ Á NÆS
 
 
 

SLIPPURINN: recipes & stories from Iceland

Við gáfum út okkar fyrstu bók í samstarfi við bókaútgefandann Phaidon, sem hefur á undanförnum árum gefið út margar af virtustu matreiðslubókum heims. Það var okkur mikill heiður að fá bókina gefna út á þeirra vegum og kom bókin út í 76 löndum í kringum allan heim.

Bókin er skrifuð af Gísla Matt, yfirkokki og meðeiganda Slippurins, ásamt Nicholas Gill. Hún fjallar um tíu ára sögu veitingastaðarins, helstu rétti hans og fer jafnframt dýpra í íslenska matargerð, hráefni hennar og aðferðir.

Karl Petersson sá um matarljósmyndun og Gunnar Freyr Gunnarsson (Icelandic Explorer) um landslagsljósmyndun. Saman ná þeir að fanga bæði matinn og umhverfið sem mótaði Slippurinn. Í bókinni eru yfir 100 uppskriftir og aðferðir fyrir bæði mat og drykki.

Verð: 9.990 kr

HÉR ER HÆGT AÐ PANTA BÓKINA

(Greiðslu upplýsingar koma í næsta skrefi)

19-09-05-Slippurinn day 4-1332 (3).jpg

“Places like Slippurinn show how it is possible to run a sustainable restaurant while also respecting tradition. A restaurant should offer not just a gastronomic experience, but also embrace the values of respect for the land and the sea, as well as for the people who make their living from them.

Eating well and eating local is not an individualistic act, but a positive step towards improving the health of our communities.”
— Carlo Petrini, Founder of SLOW FOOD
The article was published in La Repubblica & the slow food website - click the picture for the article.

The article was published in La Repubblica & the slow food website - click the picture for the article.

SLIPPURINN 2012-2025

Veitingastaðurinn Slippurinn var stofnaður árið 2012 í Magnahúsinu, elsta steinsteypta húsi Vestmannaeyja og mikilvægum hluta af sögu bæjarins.

Í húsinu var áður starfrækt vélsmiðjan Magni sem þjónaði gamla bátaslippnum sem stóð fyrir aftan húsið. Vélsmiðjan hafði legið í dvala í um 30 ár þegar fjölskyldan tók við húsnæðinu og hóf að blása því nýtt líf.

Indíana hannaði veitingastaðinn með virðingu fyrir fyrri starfsemi hússins að leiðarljósi. Hönnunin var látlaus en hlý, með það markmið að skapa stað með gott andrúmsloft þar sem fólki liði vel.

Við erum öll frá Heimaey og tengslin við eyjuna, samfélagið og umhverfið mótuðu Slippurinn frá fyrsta degi. Við unnum náið með smáframleiðendum, sjómönnum og bændum, tíndum villtar jurtir og sjávargrös og ræktuðum það sem erfitt var að fá annars staðar.

Matargerðin var bæði staðbundin og árstíðarbundin. Matseðillinn breyttist í takt við það sem hafið, landið og árstíðirnar gáfu hverju sinni, oft frá viku til viku frekar en eftir föstum tímabilum. Við tvinnuðum saman gömlum hefðum og nýjum aðferðum og lögðum áherslu á að gefa hversdagslegum íslenskum hráefnum nýtt og verðskuldað hlutverk.

Slippurinn hefur nú lokað eftir 14 ár. Von okkar er að gestir hafi fundið ástríðuna sem lá að baki staðnum og að Slippurinn hafi orðið veitingastaður sem Vestmannaeyingar og gestir gátu verið stoltir af.

Hægt er að lesa meira um okkur fjölskylduna á bakvið SLIPPINN neðar.

 

 

 

FJÖLSKYLDAN á bak við

 SLIPPINN

Hugmyndin kviknaði hjá Kötu Gísla á ættarmóti, að opna veitingastað í Magnahúsinu sem hafði staðið ónotað í áratugi. Okkur langaði að skapa stað sem Eyjamenn gætu verið stoltir af, veitingastað sem setti sér háleit markmið og bauð upp á metnaðarfullan, staðbundinn og árstíðarbundinn mat í heimabyggð, þar sem gamlar hefðir mættu nýjum aðferðum.

Við urðum strax heilluð af hugmyndinni. Hún var einföld í grunninn, falleg og full af möguleikum. Fljótlega varð þó ljóst að verkefnið yrði mun stærra, flóknara og krefjandi en við höfðum gert okkur grein fyrir í upphafi.

Á þessum tíma var Gísli Matt að útskrifast sem matreiðslumaður, Indíana nýlokið meistaranámi í myndlist og á milli verkefna, og Auðunn og Kata tilbúin að skapa eitthvað nýtt í heimabyggð.

Slippurinn var samstarfsverkefni okkar fjögurra, byggt á fjölskylduböndum, trausti og samvinnu, með ómetanlegri aðstoð vina og stórkostlegs starfsfólks í gegnum árin. Við vorum einstaklega lánsöm með fólkið sem hjálpaði okkur að hrinda hugsjónum okkar í framkvæmd og móta staðinn sem Slippurinn varð.

Slippurinn hefur nú lokað, en þakklætið lifir áfram. Fyrir tímann, fólkið og alla þá sem urðu hluti af ferðalaginu.


 
KATRÍN GÍSLADÓTTIR

KATRÍN GÍSLADÓTTIR

KATA GÍSLA

Fædd 1. Mars 1960 í Vestmannaeyjum, kemur af miklum sjómannaættum. Hefur unnið á sjó, í veitingarekstri og lært ýmsar tegundir af listum og er algjör fagurkeri. 

Hún blessar Slippinn með ólýsanlegum sjarma, sér til þess að staðurinn líti vel út með aragrúa af jurtum og blómum sem hún ræktar í gróðurhúsinu sínu og garði. Svo var hún líka yfirþjónn staðarins á tímabili.

Kata Gísla er mamma SLIPPSINS.

 

 


AUÐUNN

Fæddur 30. September 1956 á Siglufirði, flutti ungur til Vestmannaeyja til að fara til sjós og hefur unnið fyrir sér til sjós í rúmmlega fjörutíu ár. 

Erfitt er að finna mann með aðra eins seiglu og dugnað og Auðunn hefur reynst SLIPPNUM rosalega drjúgur í öllum framkvæmdum og viðhaldi með handlagni sinni.

Hann hjálpar einnig við að vinna ferska fiskinn sem við fáum; flaka, salta og verka.

Auðunn er pabbi SLIPPSINS.

AUÐUNN ARNAR STEFNISSON

AUÐUNN ARNAR STEFNISSON


INDÍANA AUÐUNSDÓTTIR

INDÍANA AUÐUNSDÓTTIR

INDÍANA

Fædd 5. Febrúar 1980 í Vestmannaeyjum og er elsta dóttir Kötu og Auðuns af fjórum börnum. Indíana er vel menntuð og getur allt. Hún er með mastersgráðu í myndlist frá Slade Í London og menntuð bæði sem húsa og húsgagnasmiður.

Hún hannaði veitingastaðinn og hefur gengið í öll verk SLIPPSINS. Allt frá framkvæmdum yfir í kokteilagerð. Hún hefur ótrúlegt auga fyrir alvöru gæðum og án hennar hefði SLIPPURINN aldrei verið í líkingu við það sem hann er í dag.

Indíana var framkvæmdastjóri SLIPPSINS. 


GÍSLI MATT

Fæddur 25. Mars 1989 í Vestmannaeyjum og er eini strákurinn og yngsta systkini af fjórum. Lærður matreiðslumeistari og hefur verið áberandi í uppgangi á íslenskri matargerð á síðustu árum þrátt fyrir ungan aldur.

Notkun á íslensku hráefni, vitneskja á mismunandi eldunar og verkunaraðferðum og virðing við náttúruna er honum afar mikilvæg og skín í gegn í matargerð hans.

Gísli var yfirmatreiðslumaður SLIPPSINS.

GÍSLI MATTHÍAS AUÐUNSSON

GÍSLI MATTHÍAS AUÐUNSSON


SLIPPURINN er nú lokaður og tekur ekki lengur við borðabókunum.

Systurstaður okkar NÆS verður áfram opinn yfir sumartímann í Vestmannaeyjum og við hvetjum gesti til að fylgjast með honum þar.

Við munum halda pósthólfinu opnu fyrir almennar fyrirspurnir, fjölmiðlamál og erindi tengd Slippnum og arfleifð staðarins. Hægt er að nota formið hér að neðan eða senda tölvupóst á info@slippurinn.com, og við svörum eftir bestu getu.

 

 

STAÐSETNING

SLIPPURINN

Strandvegur 76

900 Vestmannaeyjar, ÍSLAND.